Tveir heimar

Sonur minn er Boba Fett
og ég kyssi hann föðurlega á kinnina

hvísla í eyru hans að jafnvel
alræmdir hausaveiðarar
frá fjarlægum vetrarbrautum
þurfi að vera góðir strákar

hann slítur sig frá mér
og er horfinn
inn í annan heim
þar sem leðurblökukarlinn
tekur á móti honum
fagnandi

ég held áfram
sem leið liggur
niður í bæ
og yfir brúnna
með tölvupoka á öxlinni
og töflur gegn brjóstsviða í hliðarvasa
er ég skrifstofumaður á Reyðarfirði

 

 

jonknutur