Stundum

Upplýsingabylting
búsáhaldabylting
heimsfaraldur
og ég er örugglega
að gleyma einhverju
en man enn
danskt klámblaðið
sem við vinirnir
fundum niðurrignt
neðan við franska mel

rifið í sundur
í mesta bróðerni
fimm velktar síður á mann
restin ónothæf

ekki fimmtugur en stundum
að verða níræður

 

jonknutur