Vakna við geltið frá hundi nágrannans
augun þurr
hlýt að hafa sofið með þau opin
legg hönd yfir andlitið
jú
þetta er ég
það leynir sér ekki
ég hef ekki breyst í fisk
á meðan ég svaf
örlar á létti
eða ég held
að þetta sé léttir
þreifa á nefinu
og finn til
hlýtur að vera
inngróið nefhár
eða stíflaður fitukirtill
ég held
ég hljóti
að vera vaknaður
heyri geltið aftur
og núna hefur það færst nær
dreg frá svefnherbergisglugganum
en sé engan hund
bara nágrannann að reykja
í dyraskýlinu
finn ilminn af sígarettunni hans
en þegar ég heyri geltið
í þriðja sinn
kemur það innan úr svefnherberginu
og ég fer að velta fyrir mér
hvort nágranninn
eigi ekki örugglega hund