20.01.21

Keypti mér ljóðabækur í dag fyrir tíu þúsund krónur en ég hef aftur á móti ekki keypt mér hljómplötu síðan fyrir jól. Það mætti segja að ég hafi skipt út einni fíkn fyrir aðra, alveg nákvæmlega eins og þerapistinn sagði mér að gera.

Dylan söng: 

How many roads must a man walk down

Before you call him a man?

Fyrir mig er þetta meira svona: 

Hvursu margar bleiur þarf ég eiginlega að skipta um áður en ég get mig karlmann kallað? 

Ók sem leið lá upp í skóla og sótti dóttur mína. Smávægileg lækniserindi. Það snjóaði í nótt og svo fór að vinda í morgun og það var notalegt að keyra í gegnum snjófokið með Chet Baker í eyrunum. Þessi sólbakaði vesturstrandardjass var ekki í neinum vandræðum með íslenska veturinn.

 

jonknutur