Heimsendi nálgast: 14 ráð

– Drekktu stundum staðið og vont kaffi í vinnunni þótt þér standi til boða það allra besta frá Nespresso. Lúxus gerir þig linan.

– Láttu það eiga sig að fara til augn- og/eða eyrnalækna. Smámunasemi borgar sig ekki. 

– Reyndu að ná persónulegu sambandi við laghentan sveitunga. Þeir munu pluma sig fínt á óbyggilegri jörðu.

– Hugsaðu stundum um verklegar framkvæmdir. Þær geta verið sniðugar er það ekki?

– Afþakkaðu nýja dúnsæng og notaðu þessa gömlu úr gerviefninu, þú veist, þessari sem lyktar annarlega og minnir eiginkonuna á lík.

– Slökktu á Rás 1 á þriðjudögum og fimmtudögum og stilltu á Útvarp Sögu. Heimur án siðmenningar er það sem koma skal. Get used to it. 

– Ekki þrífa bílinn þinn. Það þrífur enginn bílinn sinn eftir heimsenda. 

– Ekki losa þig við haglabyssuna sem þú keyptir eftir bankahrunið vegna þess að þú ætlaðir að stunda sjálfsþurftarbúskap í þessum nýja og bjarta peningamarkaðssjóðalausa heimi.

– Bækur fremur en sjónvarp.

– Hlustaðu á nýja plötu með Bubba til enda. 

– Gakktu á fjallstind í Kínaskóm.

– Hreyfðu þig! Þú gætir þurft að grafa þína eigin gröf.

– Ekki fleiri en þrjú blöð af salernispappír. Fimm í neyð.

– Haltu barnaafmæli.

 

jonknutur