868 1458

Pabbi er að hringja og vegna þess

að hann hringir ekki oft

svara ég

 

Hann hefur ekkert að segja

en vill spjalla

 

Ég er soldið upptekinn í vinnunni

pabbi minn

hringi í þig síðar

 

Ég man ekki hvað ég var að gera þarna í vinnunni

tveimur dögum áður en hann dó

 

Man bara

að ég nennti ekki að tala við hann

 

jonknutur