Sumarfrí ca. ´91

Eftir tíma í kynfræðslu
sem bóndinn innti af hendi
eins og ekkert væri sjálfsagðara
og nýtti til kennslunnar
alls kyns dæmi úr sauðfjárbúskap
sem vörpuðu beinhvítu
ljósi
á samlíf kynjanna
stukkum við á hraðferð
út í skærgult vorið

skvettum rassi
mannýgar og fölar
norðfirskar
fimmur og sexur
úr 9-B
hægferð

fyrir ofan 
og á hlið
skjöldóttur fjallahringur
og svo að segja
endalaus blámi himins

stálgrá og gluggalaus
saltfisksskemma
flatmagaði
í fjarðarbotni

 

jonknutur