Mér finnst eðl
Uncategorized
Foulcault, sá franski, skrifaði um fyrirbærið panoptikom og notaði það sem metafóru fyrir hvernig félagslegu taumhaldið yrði háttað í framtíðinni sem var næstum því ókominn
…
Ég tók meðvitaða ákvörðun síðasta vetur að verða mér úti um veiðikort og skotvopnaleyfi. Ég hef aldrei haft neina byssudellu ef frá er talin leikfangabyssudella þegar ég var tíu ára en ólíkt mörgum sveitungum og jafnöldrum var þetta ekki eitthvað sem ég sóttist í. Ég fór í mússíkina og einhverra hluta vegna var lítil skörun á milli þeirra vinahópa sem grúbbuðu sig saman á hljómsveitaræfingum í Tónabæ og Steininum og þeirra sem fóru til fjalla og heiða á haustin á gæsaveiði eða hreindýraveiði nú eða rjúpnaveiði.
Í hljómsveitarliðinu voru soddan pasifistar að bara hugmyndin um að skjóta úr byssu var hreint og beint fjarstæðukennd. Til hvers að skjóta gæs þegar maður getur keypt aligæs í kaupfélaginu? Fyrir utan þorsk, ýsu og einstaka svartfugl var aldrei borðuð villibráð heima hjá mér. Mér hefur verið sagt að pabbi hafi nokkrum sinnum farið á gæs en hætt því eftir nokkur skipti. Honum fannst hún svo falleg til augnanna og gat ekki drepið hana. Mamma hafði þetta einhvern tímann eftir honum og ég hef enga trú á öðru en að þetta sé satt.
Pabbi, eins og mörg önnur börn sjávarþorpanna, gat drepið fisk án teljandi áhrifa á hjartsláttinn en að drepa skepnur sem draga andann ofansjávar reyndist honum miklu erfiðara.
Og auðvitað sjá allir að þetta er hræsni. Auðvitað er hræsni að finnast það hallærislegt þegar menn stilla sér upp við hliðina á skotnum tarfi eða fyrir aftan hrúgu af dauðum fugli en finnast það svo aftur á móti fullkomlega eðlilegt að láta taka mynd af sér með spriklandi þorsk á færinu.
Nú er er örugglega rétti tíminn til að flippa út og hjóla í sjómanninn pabba og ásak
…
Hlusta á nýju plötuna með U2. Það er orðin lenska hjá þeim sem skrifa um tónlist að tala illa um nýjustu U2 plötuna. Þetta byrjaði einhvern tímann uppúr 2000 og svekkelsið virðist bara færast í aukana. Þeir fara bara óstjórnlega í taugarnar á ðe hipsteratí og þetta er löngu hætt að snúast um tónlist. Þetta snýst um sólgleraugun hans Bónó.
Enívei. Mér er sússum slétt sama. Ég hef verið aðdáandi í tuttugu og fimm ár og fylgist alltaf með þeim. Hér eru mín tvö sent um þessa plötu:
Hún er talsvert skárri en síðasta plata en það þurfti reyndar ekki mikið til. Hún er sennilega andlega skyldust All That You Can’t Leave Behind frá 2000. Svona “back to basics” nema hvað skilningur U2 á þessu concepti er margfalt dýrari og raffíneraðri en skilningur t.a.m. AC/DC. “Back to basics” hjá U2 þýðir að þeir ráða alla trendí pródúsera bransans og gera hi-fi plötu dauðans sem líkist October og/eða War akkúrat ekki neitt.
Ég er orðinn soldið mikið leiður á öllu þessu “nanana” og “jejeje” og “hóhó” sem einkenna
ATP
Mono Town Íslenskt band sem ég hef einhvern tímann lesið um. Duttum (fór með Geira og dóttur hans Rannveigu) inní mitt prógramm hjá þeim og ég get ekki sagt að þetta hafi verið mjög eftirminnilegt. Trommarinn var reyndar frábær en ég sá hann líka sl. fimmtudagskvöld á Jasshátíð Egilsstaða. Hrein unun að fylgjast með honum. Senuþjófur af dýrari gerðinni.
Squrl Band sem inniheldur leikstjórann Jim Jarmusch. Úberhipsteralegt prógramm
Sem og ég gerði ekki. En ég keypti mér líka græjur: Plötuspilara og geislaspilara frá Sony, magnara frá Nad og hátalara frá Dahli. Allt megastöff og sé vel með það farið þarf ég ekki að kaupa græjur framar.
Mér fannst important að kaupa mér plötuspilara. Ólíkt mörgum jafnöldrum mínum sem byrjuðu á að kaupa sér kassettur keypti ég alltaf plötur. Fyrst í Nesbæ (fyrsta platan mín var annað hvort Come Out and Play með Twisted Sister eða Fly on the Wall með AC/DC) og síðan í Tónspil til svona 1988-89 þegar geisladiskurinn kom.
Í nokkra daga hef ég verið að hlusta á vínyl og í gærkvöldi hlustuðum við bræður á nokkrar plötur m.a. á Another Side of Bob Dylan. Gömul og góð vínylplata sem ég eignaðist úr gömlum lager (sem geymdur er í bílskúr útí bæ!) fyrir stuttu. Er ekki frá því að ég hafi séð tár á hvarmi bróður míns þegar nálin hoppaði endurtekið á rispu í lok It ain’t me babe, síðasta lags A-hliðar. It ain’t me – kligg – It ain’t me – kligg – It ain’t me -kligg – O.s.frv. Við hlustuðum á þetta í tíu mínútur og ræddum gamlar minningar tengdar vínylplötum. Og það er nóg til af þeim. Þær myndu fylla heila bók.
Vínyllinn er á margan hátt fremri geislaplötunni. Ég á ekki við sánd því sama hvað ég hef reynt undanfarna daga heyri ég engan mun. Helst þá að diskurinn sé betri ef eitthvað er. Meira um það síðar.
Það er af annarri ástæðu sem vínyllinn rúlar. Þegar maður hlustar á vínyl hlustar maður á að minnsta kosti fimm lög í röð. Þetta gerist aldrei þegar maður hlustar á geilsadisk. Ástæðan er fjarstýringin. Það er rétt að koma dásamlegt gítarsóló þegar einhver grípur fjarstýringuna og skiptir um lag. Þetta er ekki hægt með vínyl. Það verður einhver að standa upp og actually gera eitthvað! Og því nennir enginn. Fólk situr og hlustar. Kynnist plötum frá byrjun til enda. Kynnist göllum þeirra og kostum. Þær eru eins og vinir manns í smábæ. Maður getur ekki látið þá róa.
LP – platan er ákveðið listform sem varð til um miðjan sjöunda áratuginn þegar menn eins og Brian Wilson og Bítlar gáfu út plötur eins og Pet Sounds og Rubber Soul. Þetta er almenn viska í poppfræðum. Hugsunin var sú að gera tíu til tólf laga plötu sem virkaði eins og heild. Áður fyrr gáfu menn út tíu laga plötu með tveimur góðum lögum og önnur átta voru bara til uppfyllingar. Nú átti hvert einasta lag að hafa tilgang og röð laga skipti öllu máli. Þannig skipti máli hvernig síðasta lag A-hliðar átti að vera enda var það síðasta lag fyrir hlé. Á geisladiski verða gamlar vínylplötur alltaf soldið undarlegar. Tökum sem dæmi fyrstu plötuna með Led Zep. A-hlið endar á Dazed and Confused. Lagið er svo rosalegt að það verður að fá að ljúka einhverju svo áhrif þess séu hámörkuð. Þegar laginu lauk horfði maður á vini sína og sagði “Vá” og “Djísús Kræst” og svo var opnaður annar bjór plötunni snúið við.
Á geisladiski er Dazed and Conufused bara lag númer fjögur (með tilkomu geislaplötunnar nennti maður ekki lengur að leggja nöfn laga á minnið) og lag númer fimm var hippalagið Your Time is Gonna Come en með fullri virðingu fyrir laginu dregur það máttinn tilfinnanlega úr D og C nema maður geri eins og sumir og prógrammeri geilsaspilarann þannig að hann hætti eftir lag fjögur. En. Hljóðið sem kemur þegar nálin fer að endimörkum, lyftist, fer til baka og leggst á sinn stað skiptir líka máli. Partur af vínylreynslunni. Maður náði oftast nær ekki andanum fyrr en þessu var lokið. Þetta var lognið á undan storminum þ.e. væri platan góð.
…
Samt er ég nú barn geilsaplötunnar. Þessi vínylminning er að hluta til sönn og að hlusta til fabríkeruð því vissulega hefur maður orðið fyrir áhrifum kvikmynda eins og High Fidelity þar sem snobbað er fyrir vínylnum.
XYZ